19 January 2008

Bombarded with projects!!!! B O B A

já það er satt .... það kom sprengiárás í upphafi annar og ekkert verður slakað á fyrr en 14. mars sem er lokadagur annarinnar. Detail verkefni í structures sem er framhald af hönnunarverkefninu sem við gerðum fyrir skólan á síðustu önn. Nú á sem sagt að fara að gera alvöru úr því verkefni með lagnakerfum, gróðurplani og ÖLLU. Geology: fyrirlestur og handout um ákveðið topic og svo massa ritgerð um samspil jarðfræði og landslagsarkitektúrs. Svaka housing verkefni á aðeins 6 vikum; 2 vikur í allt analys og 4 í hönnun og frágang. Svo er ég líka að taka fyrirlestrakúrs í planting design, landmælingakúrs og hæðalínukúrs og til að toppa þetta þá er ég líka að berjast við aukakílóin, jólavísareikninginn og þá staðreynd að fólk hér er ekki vant því að konur berjist fyrir því að fá sínu framgengt, eins og til dæmis leiðsögn frá kennara eða eitthvað álíka. Svo það er nóg að gera.

Ég þakka Guði fyrir að Hrafnhildi skildi hafa dottið í hug að flytja hingað til mín og á örugglega eftir að þakka honum nokkrum sinnum á þessari önn.

Snæbjörn kom heim áðan frá Danmörku. Það var rosa gott að fá hann heim og gaman að sjá hann og ég held að hann hafi líka verið ánægður að koma.

Nú er búið að færa fótboltan hjá Arnþóri úr the Meadows inn í tennissal í einni byggingu Edinborgarháskóla, og svo er búið að færa tímana fram þannig að í staðin fyrir að þurfa að vakna kl 9 á laugardagsmorgnum (sem mér fannst ansi snemmt)þurfum við að vakna kl 8 og taka strætó. En ætli maður láti sig ekki hafa það í einhverjar vikur þar til þetta verður fært aftur utanhúss með vorinu. Ekki það að Arnþór er alltaf að kvarta yfir að þurfa fara í fótbolta og finnst það hundleiðinlegt. Ég hugsa að ég láti hann nú samt halda áfram og klára the season.

Já og fyrir ykkur sem ekki vitið þá er ég sem sagt komin með síma sem er tengdur íslensku símkerfi. Það virkar þannig að ef þið hringið í það númer eruð þið rukkuð alveg eins og þið séuð að hringja í heimasíma á Íslandi og fyrir ykkur sem eruð hjá Hive þá hringið þið frítt!! og svo get ég líka hringt frítt í alla heimasíma á Íslandi og ég borga bara mánaðagjald eins og venjulegt er á Íslandi. Símanúmerið megið þið finna hér á síðunni hjá öllum hinum númerunum mínum.

Já svo er ég líka byrjuð í Belly dansing á fimmtudagskvöldum og í Alexander technique í hádeginu á fimmtudögum. Báðir rosa skemmtilegir tímar sem fara fram í svona dansstúdíói niðrá Grassmarked sem heitir DanceBase. Alveg þvílíkt sniðugt fyrirbæri.

Ekki búast við bloggi frá mér í bráð og ef þið hafið lesið þetta blogg þá vitið þið af hverju, en ef það er eitthvað sérstakt sem þið viljið vita eða bara viljið spjalla þá endilega hringið bara :)
Kv. H

3 comments:

Anonymous said...

já vá nóg að gera hjá þér. ég hringi nú aftur bráðlega, þar sem ég mun tala minni og hlusta meira. Gott að hringja og spjalla við þig.

hafðu það gott, maría

Anonymous said...

Þú ert alveg brilliant, rosa dugleg og gangi þér vel með verkefnaskilin.

Kveðja Dóra

Anonymous said...

Sæl frænka!
Rakst á síðuna þína hérna á veraldarvefnum. Gaman að fá að fylgjast aðeins með ykkur.

kveðja frá Akureyrinni.