01 September 2007

Bloggið komið af stað

Jæja nú er bloggið komið af stað.
Hér munu birtast óreglulegar dagbókarfærslur af lífi okkar í Edinburgh og myndir munu fylgja af og til svo og myndbönd.

Í dag vaknaði Snæbjörn kl 6:30 í morgun því við erum loks komin með sjónvarpsstöðvar, og einhver teiknimynd sem Snæbirni langaði að horfa á var svona snemma. Hann vakti bróður sinn og þeir fóru að horfa á meðan ég snéri mér á hitt eyrað en svefninn varð ekki langur......
Kl 9 fórum við niður í Meadow park á fótboltaæfingu.

Eftir margítrekaðar tilraunir til að fá Snæbjörn til að vera með gafst ég upp og Arnþór var sá eini sem fór í fótboltagallann og off we went.

Hér fylgja nokkrar myndir frá morgninum.
Arnþór spenntur yfir fótboltanum

Snæbjörn ekki svo spenntur



Arnþór er vígalegur á vellinum. Á þessu myndbandi er hann í rauðri treyju og gráum stuttbuxum. Íslenski bekkjarfélagi hans, Kjartan, er líka þarna. Hann er í hvítum bol og dökkbláum síðbuxum.

Þessar fótboltaæfingar eru mjög sniðugar. Það er hist niður í garði kl 9:15. Sumir foreldrar eru í sjálfboðastarfi við að þjálfa krakkana og koma mörkunum upp og soleiðis. Þetta kostar 25 pund fyrir allt árið og sá peningur er notaður í að kaupa mörk, bolta, keilur o.þ.h. Í Arnþórs aldurshóp er æfingin þannig byggð upp: til að byrja með eru leikir með boltan. Sá hluti tekur mestan hluta af æfingunni. Svo eru smá keppnir, eins og maður á mann og soleiðis. Í lokin er svo örstutt keppni.
Þegar kom að keppninni í dag þá dró Arnþór sig í hlé. Hann er ekki vanur að þurfa að keppa. Það kemur örugglega með tímanum.
Svo fékk ég símtal í dag frá konunni sem sér um Drama klúbbinn í skólanum og Snæbjörn er kominn inn. Þá er bara að krossleggja fingurna svo hann komist í Gítarkennslu og Flamenco líka.
Arnþór sótti um skák, sund og leikfimi.
Málið er það að það er bara leikfimi einu sinni í viku í skólanámskránni og allt hitt bara bókalærdómur. Þannig að ég verð að skrá þá í allskonar klúbba og activities eftir skóla og það er ekkert öruggt að þeir komist í hópinn. Það fer eftir því hvort það sé nóg pláss og hvort sótt var um klúbbinn í 1., 2., 3. eða 4. vali. Og núna er ég bara að tala um klúbbana sem eru tengdir við skólan. Svo eru fullt af klúbbum og íþróttum sem er hægt að stunda á vegum samfélagsins alls. Ég meira að segja fann handboltaklúbb í Edinborg, sem er kraftaverki næst þar sem allt snýst um fótbolta hér.
En það er margt í boði og þeir eiga örugglega eftir að hafa nóg að gera.
Meira síðar.....

6 comments:

Anonymous said...

Hæ, tilhamingju með bloggið! Verður gaman að geta fylgst með ykkur hér... Heyrðu, ekkert smá fyndið fór að vinna í brúðkaupi upp í Kiwanis í gær og svo birtast allt í einu bara Baldur og Kolla, og ég bara "What"?! hvað eruð þið að gera hér og þá var þetta brúðkupið þeirra Stebba og Karenar... lítill heimur, þannig að ég fékk að vera aðeins með þó að mér hefði ekki verið boðið, og ég var á launum, ekki verra! ;)
Hafið það sem allra best dúllrnar mínar, love jú to bits...

Guðný

Anonymous said...

Gaman að þið séuð komin með blogg, við munum fylgjast spennt með því. Bestu kveðjur Addi, Helga, Lára Huld og Ásta Hlín

Anonymous said...

Hææ,
Verður gaman að fylgjast með ykkurá mínum gamla heimavelli, Edi! Þessi garður er æðislegur, hef eytt mörgum sólardögum þar með ískaffi frá Starbucks sem er þarna rétt hjá, mæli með því :)
KNÚS Ási

Anonymous said...

Hello dúllurnar mínar... til hamingju með íbúdna, bloggid og allt saman. Vona ad allt gangi sem allra best. Vorum í afmaeli hjá Bigga svo madur fékk allar nýjustu fréttirnar... konurnar í familíunni liggja ekkert á því ;-)

Heyrumst sídar.. knús, knús.. Berglind

Anonymous said...

Vá, það er margt um að velja þarna fyrir strákana! Og sól hjá ykkur. Þú ættir að heyra í veðrinu sem hamast á húsinu mínu.. rok, rigning og rok. En reyndar er ég nú að fara til Króatíu e. 2 vikur, svo ég skal ekki kvarta ;)

En vonandi fá strákarnir að komast inní sem flesta klúbba!

Koss og knús
Ýr

Anonymous said...

Hæ elskan, rosalega er gott að heyra frá þér. Þetta er frábært tækifæri fyrir strákana að geta sótt svo mikla klúbbastarfsemi. Ég þarf að fara að hringja í þig eða alla vega drífa mig að kaupa skype síma. Þær hafa nú verið nokkrar helgarnar sem í sumar sem hefði verið gott að hringja í þig.

heyri í þér bráðlega.

kossar og knús, María Guðbjörg