16 September 2007

Helgarblogg

Heil og sæl
Þetta er búin að vera fín helgi. Á laugardaginn fórum við í fótboltan að venju og Arnþór var svo duglegur að hann var kríndur Player of the week!!!!
Hér er mynd af honum með verðlaunagripinn sem hann verður svo að skila að viku liðinni.

Við fórum í kaffi til Þóru og Örvars og Sigurrósar seinna um daginn og fengum flottan drekkutíma og Eþíópískt kaffi sem var mjög gott. Takk fyrir okkur.
Svo var vídjókvöld hjá okkur um kvöldið ... snakk og nammi og alles.... ég leið nú aldeilis fyrir það í morgun, með bjúg útaf of miklu MSG áti og sykri.

Strákarnir eru ótrúlega góðir saman ... allaf að spila Yu-Gy-Oh eða dunda sér eitthvað saman. Þó getur soðið uppúr stundum og þá förum við oft út að labba.
Á þessari mynd voru þeir voða góðir en seinni myndin er uppstilling .... hehe



Hér vorum við úti að labba í rigningu í dag. Það sést að það er aðeins farið að hausta hér.
Svo er frí í skólanum hjá strákunum á morgun. Við erum að spá í að fara á keramikvinnustofu hér í nágrenninu og mála kannski einn bolla eða svo.

Úfff ég get ekki beðið eftir að byrja sjálf í skólanum ... fara að gera verkefni og hlusta á fyrirlestra.
Eins og þið sjáið er ég búin að setja link inná skólan minn hér til hliðar ef þið viljið kíkja.
Bæ í bili.

2 comments:

Anonymous said...

hæ dúllur, gaman að sjá hvað þú ert dugleg að blogga Heiða mín og gaman að sjá myndirnar, það virkar rosafallegt þarna... aldrei að vita nema maður droppi inn einhvern daginn...;) Haldið áfram að hafa það gott og gangi ykkur vel... Lov Guðný

Helga said...

Hæ hæ .. gaman að skoða myndirnar og geta fylgst svona vel með. Vildi bara láta vita að það eru komnar fullt af myndum inn á síðuna hans Snæbjörns á barnalandi. Þið hafið ábyggilega gaman að því að kíkja á það :)