23 October 2007

Þegar kettirnir eru í burtu .....

hæ hæ
Nú eru strákarnir báðir komnir frá pöbbum sínum og allt að komast í orden aftur. En á meðan kettirnir voru í burtu fór litla músin Heiða á stjá og skemmti sér mjög vel . Ég hitti Siggu og við fórum í heimsókn til Örvars og Þóru og fengum okkur nokkur vínglös og spjölluðum heilmikið. Kvöldið eftir fór ég á pöbbarölt (pubcrawl) með Siggu og Skandinavíufélaginu í Edinborgarháskóla. Þar hitti ég allra þjóða kvikindi og m.a. grikkja sem talaði reiprennandi sænsku sem var mjög fyndið.
Þriðja kvöldið bauð ég svo bekknum heim og það var rosa stuð hjá okkur. Eftir partýið fórum við í grískt partý hjá Gríska félaginu í Edinborgarháskóla. Þar hlustuðum við á gríska tónlist og dönsuðum gríska dansa með grikkjunum í bekknum mínum, en þeir eru 3 núna og 2 bætast við eftir áramót en ég bauð líka þeim sem eru ekki byrjaðir. Hér fylgja nokkrar myndir af bekkjarfélögunum, núverandi og væntanlegum.

George (Grikkland), Sofie(Frakkland, en ekki með mér í bekk), Giovani(Ítalía) og Antonios(Grikkland)
Ruixue og Yi frá Kína
Sandra(Spánn), Vasiliki (Grikkland), Ég, Stephanie(USA), Maria(Grikkland)



Jessica (Kanada)
Daniela(Portugal)
Nokkra vantaði í partýið en það voru Evan og Jennifer(frá Skotlandi), Will (England), Mary(Grikkland) og Neil(Írland).
Svo skilaði ég verkefni í dag og kynnti það og ég held að það hafi bara gengið ágætlega.
Það var eiginlega svoldið skrítið að í gær var ég búin með verkefnið á miðnætti, en ég er svo vön að vera að vinna frameftir í verkefni nóttina fyrir skil, þannig að ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Svo ég fór að vafra á netinu og kom niður á heimasíðu sem ég held að Will bekkjarfélaginn minn heldur út. Hann heitir allavega Will Cookson og röddin er alveg eins og í honum, þótt ég hafi ekki séð neina mynd af honum á síðunni hans á myspace og á eftir að spurja hann. Tjekkið á þessu alger snilld.
Bæ í bili

3 comments:

Anonymous said...

uuu bara stud, eg se stundum eftir ad hafa ekki valid mer enskumaelandi land, thar sem eg er ad bagsa vid ad tala saensku en skrifa svo lokaverkefni mitt a ensku :S een eg hef ekki enntha kynnst neinum ur minum bekk thad vel ad fari ad djamma med theim... bestu kvedjur fra svialandi,
Lilja

Anonymous said...

ok midad vid ad klukkan er 6 um kvold i bandarikjunum og island er fimm timum a undan usa og tu hvad tveimur timum a undan islandi eda reyndar breyttist timinn hja ter um daginn tannig ad annad hvort er klukkan 11 um kvold hja ter eda tad er komid midnaetti hja ter og ef svo er ta er komkin afmaelisdagurinn tinn ekki satt hhahahhahaahaha (ogedslega fyndin setning).
Til hamingju med afmaelid gamla ku, sexy ku. hahaha. nei

Elsku Heida min
Til hamingju med afmaelid og hafdu tad sem allra best. Kvedja Maria Gudbjorg

(ekki ad drekka bara fyndin)

Anonymous said...

eda hvad attu kannski afmaeli 15 nov. nei tad passar ekki. va eg a svo erfitt med ad muna afmaelisdaga
kvedja fra bandarikjunum.