17 September 2008

Sorrí en ég nenni nú ekki alltaf að vera að blogga sko. Hef margt annað við tíman að gera, eins og að læra og leika mér.
Fór í 60 ára afmæli pabba um helgina og það var nú meira stuðið.
Ég og strákarnir flugum til landssins á fimmtudegi og brunuðum beint uppá Geitafell um leið. Þar voru þegar mamma, pabbi, Kolbrún Lís og vinnumenn frá Póllandi og Litháen. Við unnum eins og hestar fram á kvöld. Svo seinna bættist Baldur í hópinn með hljóðkerfi úr bænum og það var unnið meira.
Síðan skelltum við okkur bara í pottin og að sofa áhyggjulaus vitandi að á morgun hæfist stressið.
En svo var eiginlega ekkert stress. Það gekk allt eins og smurt og fleiri bættust við til að hjálpa við undirbúning. Ýr, Bragi, Hrafnhildur, Pétur, Gunni, Sigga Rut og kokkarnir tveir Simbi og Stína mættu öll eftir miðdag og eftir það var bara svaka stuð og skemmtilegt. Endaði með því að ég fékk mér einum of marga bjóra sem lýsti sér í miklum þorsta daginn eftir.
En allaveg gekk undirbúningurinn eins og í sögu og ekki nærrumþví eins mikið stress og ég bjóst við.
Kvöldið nálgaðist svo og gestirnir byrjuðu að mæta uppúr 6. Þá var fordrykkur, léttvín, bjór eða viskístaup og allir að spjalla saman inní tjaldi eða gróðurhúsi eða bara inní húsi eða í turninum og útum allt bara. Svo biðum við og biðum eftir rútunni sem átti að koma frá bænum kl 6:30 en mætti á endanum ekki fyrr en 8. Þá hófst fjörið. Skotið var úr fallbyssu og borðhald hófst.
Svo ræðuhöld og fleira. Ég stóð uppá svið og söng "Ó, pabbi minn" fyrir hann pabba minn og var mikið klappað. Ég var samt svoooo stressuð að röddin titraði alveg og brást nokkrum sinnum. En hva ... þetta var allavega einlægt sungið og allir voru svo ánægðir með mig. Sumir voru meira að segja svo snortnir að þeir fóru að tárast og sumir grétu. Kannski bara af kjánahrolli og vorkunn á mér eða hvað ... hvað veit maður.
En nú er ég búin að standa uppá sviði og syngja án undirspils fyrir 200 manns og ég er bara ánægð með það.
Svo voru fleiri ræður m.a. frá Vigdísi systur og Jóu frænku og Kidda Ragnars og svo var sungið úr Geitafells söngbókinni við undirleik harmoniku. Og en streymdi fólk að.
Svo kom eftirréttur og en streymdi fólk að.
Eftir það var dansgólf myndað og Blúsbandið Köttur byrjaði að spila. Þeir eru alltaf rosa góðir og fólk á öllum aldri dansaði eins og brjálað væri.
Á endanum held ég að á Geitafelli hafi verið a.m.k. 250 manns að skemmta sér.
Svo kl á slaginu 1 fór rútan og bílstjórinn var meira að segja svo að flýta sér að það voru nokkrir sem misstu af rútunni .... en því var reddað um hæl.
Þeir sem eftir voru skemmtu sér svo fram á rauða nótt. Sumir fóru í pottin aðrir dilluðu sér við músík, sumir kváðu á (aðallega þeir úr sveitinni) og sumir voru bara að spjalla.
Daginn eftir tókum við öll því bara rólega og lágum í leti mest allan daginn. Ekki það að það hefði verið einhver þynnka í gangi því það var fjarri því. Ég allavega var aðallega bara þreytt eftir svefnleysi næturinnar og því hvíldi ég mig bara.
Á mánudeginum tókum við svo til hendinni við frágang og ég veit að þegar ég fór frá Geitafelli var alveg hellingur eftir að taka til.
En vá hvað þetta var allt rosalega gaman. Ég er viss um að þessi veisla verður lengi í minnum haft. Ég fór með miklum söknuði frá Geitafelli og hlakka mikið til að koma þangað aftur sem verður örugglega ekki fyrr en næsta sumar býst ég við búúúhúúhúú. En þá verð ég komin til að vera á Íslandi og það er gott að vita.
Lifið heil og sæl og gerið það sem ykkur langar til án þess að skaða aðra.

29 April 2008

AFSAKIÐ (það var) HLÉ

Hæ Hæ Hæ

komið öll sæl og blessuð en og aftur og nú er ég sko búin að taka langt frí frá bloggheimum.

En ég er mætt aftur fílefld og til í slaginn.... maður er nú alltaf að berjast við þessa breta, hví ekki að berjast við bloggið líka.

Núna er sem sagt þriðja og síðasta önn vetrarins byrjuð og ég er núna að vinna að mjög skemmtilegu hönnunar verkefni þar sem við eigum að hanna stóran almenningsgarð hér í borg. Hann er það stór að í verkefninu er ætlast til að við setjum inn á hann 3 fótboltavelli, 1 hokkívöll og 1 rugbyvöll og 8 tennisvelli og hafa svo afgangssvæði fyrir letingjana.

Nú er ég bara að vinna að því að kanna og greina (survey and analysis) svæðið og ég á að kynna það á föstudaginn ásamt einhverjum hönnunar tillögum/hugmyndum.

Svo förum við í skólaferðalag á sunnudaginn og verðum til föstudags. Mamma ætlar að koma og passa strákana og ásamt henni kemur Þóra Loftsdóttir, húnvetningur með meiru.

Svo eftir skólaferðina mína get ég eytt einni helgi með þeim stöllum og ætlum við hersinginn að skreppa til Michael frænda og Hildu á laugardeginum og kíkja á einn bóndabæ í nágrenni þeirra.

En í sambandi við skólaferðalagið mitt, þá erum við að fara bekkurinn ásamt öllum á fyrsta ári í BS. náminu alla leið niður til Oxford og stoppum eina nótt á leiðinni í York og skoðum okkur um þar. Svo komum við við einhverstaðar á leiðinni heim og ég er ekki alveg með þetta á hreinu allt en ég skal segja ykkur allt um það þegar ég kem til baka úr þessari óvissuferð minni. Ég er allavega farin að hlakka mikið til að fara og það verður pottþétt svaka stuð!!! :D

Í janúar flutti Hrafnhildur til mín en hún flutti aftur til baka rúmlega mánuði síðar. Þetta gekk ekki alveg eins og við höfðum planað og má þar um að kenna vinnuálagi og ýmsu fleiru kannski sem óþarfi er að tvínóna um .... en allavega þá komu Hrafnhildur, Auður og Ýr vinkonur til mín um páskana og við skemmtum okkur konunglega. Drukkum kokteila og fleiri kokteila og áttum yndislega langa helgi. Hrafnhildur varð svo eftir hjá mér í viku í viðbót og það var gott og gaman. Ég er alveg búin að sjá það að svona húsmæðrafrí þarf að eiga sér stað miklu oftar því hvað er svo glatt sem góðra vina fundur? ha? ha?

Í páskafríinu fór ég og Stephany bekkjarsystir og heimsótti aðra bekkjarsystur mína hana Söndru en hún býr í klukkutíma lestarferð frá Edinborg í bæ sem heitir Cubar. Hann er rétt hjá St. Andrews, þar sem golfið á upprunna sinn og við kíktum þangað og löbbuðum um. Mæli alveg með því að heimsækja þann bæ.

Strákunum gengur nú vel í skólanum og allt er komið í sitt horf eftir páskafríið. Þeir fara í afterschool eftir skóla og ég sæki þá þangað um kl 5 á daginn. Þá förum við heim og slöppum aðeins af og ég elda svo mat á meðan þeir horfa á barnatíma. Svo borðum við og svo vöskum ég og Arnþór upp á meðan Snæbjörn tekur til í stofunni. Svo er heimalærdómur og Arnþór er orðinn rosa duglegur að lesa ensku og Snæbjörn þarf ekki að læra mikið heima og oft fer bara eitt kvöld í viku í heimalærdóm hjá Snæbirni.

Strákunum báðum semur vel við skólafélaga sína en Arnþór er stundum að stríða strákunum í Snæbjörns bekk og þá stríða þeir honum stundum á móti. Eins og þegar einusinni spurðu strákarnir Snæbjörn hvernig maður segði pooface á íslensku og Snæbjörn sagði þeim að það væri kúkalabbi.... og þá fóru strákarnir að kalla Arnþór og marga fleiri kúkalabba. Arnþór var ekkert allt of ánægður með það en ég sagði honum bara að hlægja að þeim og segja "já ég er kúkalabbi" og þá hættu þeir öllu.

Svo eru þeir voða duglegir að koma með mömmu uppí skóla ef á þarf að halda í smá tíma um helgar. Þeir eru farnir að kynnast bekkjarfélögum mínum og finnst þeir bara nokkuð skemmtilegir. Allavega sagði Arnþór "Júhúúúu" þegar ég sagði að Daniella og Jessica ætluðu að koma í mat um daginn.

Það er búið að vera alveg geggjað verður hér síðustu daga. Mér skilst reyndar að vorið hér sé tveimur vikum seinna en það er venjulega..... á það ekki við á Íslandi líka?

En við allavega sleiktum sólina niðri í Medows síðasta sunnudag og fórum á leikvöllinn. Svo lentum við í úrhellis hitaskúr í gær á leiðinni heim úr afterschool og í dag var geggjuð sól og svo hitademba seinnipartinn.

Við strákarnir kíktum til Michael frænda um daginn og gistum eina nótt. Á sunnudeginum kíktum við í voða fínan garð sem er bara opinn einu sinni á ári og er það liður í fjáröflun kirkjunar þar í bæ. Við fórum líka niður í fjöru sem var mjög gaman og hittum líka Michael yngri og kærustuna hans, hana Kate.
Jæja ég held ég hafi ekkert fleira að segja í bili en læt hér fylgja nokkrar myndir af strákunum í vorfílíng.

Bæ í bili







19 January 2008

Bombarded with projects!!!! B O B A

já það er satt .... það kom sprengiárás í upphafi annar og ekkert verður slakað á fyrr en 14. mars sem er lokadagur annarinnar. Detail verkefni í structures sem er framhald af hönnunarverkefninu sem við gerðum fyrir skólan á síðustu önn. Nú á sem sagt að fara að gera alvöru úr því verkefni með lagnakerfum, gróðurplani og ÖLLU. Geology: fyrirlestur og handout um ákveðið topic og svo massa ritgerð um samspil jarðfræði og landslagsarkitektúrs. Svaka housing verkefni á aðeins 6 vikum; 2 vikur í allt analys og 4 í hönnun og frágang. Svo er ég líka að taka fyrirlestrakúrs í planting design, landmælingakúrs og hæðalínukúrs og til að toppa þetta þá er ég líka að berjast við aukakílóin, jólavísareikninginn og þá staðreynd að fólk hér er ekki vant því að konur berjist fyrir því að fá sínu framgengt, eins og til dæmis leiðsögn frá kennara eða eitthvað álíka. Svo það er nóg að gera.

Ég þakka Guði fyrir að Hrafnhildi skildi hafa dottið í hug að flytja hingað til mín og á örugglega eftir að þakka honum nokkrum sinnum á þessari önn.

Snæbjörn kom heim áðan frá Danmörku. Það var rosa gott að fá hann heim og gaman að sjá hann og ég held að hann hafi líka verið ánægður að koma.

Nú er búið að færa fótboltan hjá Arnþóri úr the Meadows inn í tennissal í einni byggingu Edinborgarháskóla, og svo er búið að færa tímana fram þannig að í staðin fyrir að þurfa að vakna kl 9 á laugardagsmorgnum (sem mér fannst ansi snemmt)þurfum við að vakna kl 8 og taka strætó. En ætli maður láti sig ekki hafa það í einhverjar vikur þar til þetta verður fært aftur utanhúss með vorinu. Ekki það að Arnþór er alltaf að kvarta yfir að þurfa fara í fótbolta og finnst það hundleiðinlegt. Ég hugsa að ég láti hann nú samt halda áfram og klára the season.

Já og fyrir ykkur sem ekki vitið þá er ég sem sagt komin með síma sem er tengdur íslensku símkerfi. Það virkar þannig að ef þið hringið í það númer eruð þið rukkuð alveg eins og þið séuð að hringja í heimasíma á Íslandi og fyrir ykkur sem eruð hjá Hive þá hringið þið frítt!! og svo get ég líka hringt frítt í alla heimasíma á Íslandi og ég borga bara mánaðagjald eins og venjulegt er á Íslandi. Símanúmerið megið þið finna hér á síðunni hjá öllum hinum númerunum mínum.

Já svo er ég líka byrjuð í Belly dansing á fimmtudagskvöldum og í Alexander technique í hádeginu á fimmtudögum. Báðir rosa skemmtilegir tímar sem fara fram í svona dansstúdíói niðrá Grassmarked sem heitir DanceBase. Alveg þvílíkt sniðugt fyrirbæri.

Ekki búast við bloggi frá mér í bráð og ef þið hafið lesið þetta blogg þá vitið þið af hverju, en ef það er eitthvað sérstakt sem þið viljið vita eða bara viljið spjalla þá endilega hringið bara :)
Kv. H

13 December 2007

Jæja loksins loksins er ég búin í skólanum þessa önn og get farið að einbeyta mér að því að blogga og blogga alla daga. Ég segi það nú ekki en ég skal reyna að vera duglegri :) .

Og hér kemur gossan.....

Hrafnhildur er hér hjá okkur, öllum til mikillar ánægju. Við ætlum að njóta aðventunnar en það er yndislegur tími í þessari borg .... mæli með því við alla. Nú er það bara christmas shopping and coco drinking og saltkringluát á krúttilega þýska jólamarkaðinum. Kannski maður skelli sér á skauta líka ... allt þetta og margt fleira á Edinborgaraðventunni!!

Svo er allt brjálað að gera hjá strákunum í aðventunni. Jólapartí hjá afterschoolinu hjá Snæbirni á morgun og hjá Arnþóri á miðvikudag. Jólapartý hjá 2. bekk í skólanum 18. des og almenn jólaskemmtun hjá skólanum líka 18. des. Arnþór er að fara í leikhús á morgun með bekknum og í gærkvöld voru jólatónleikar fyrir fjölskyldur barna í 2. bekk og hér fylgir lítið myndband frá því.

Arnþór er vinstra megin við miðjuna í næst aftustu röð




Veðurfréttir: Veðrið hér er búið að vera rosa gott og alltaf nokkur hiti. Það komu nokkrir rigningadagar um daginn og einn daginn var slidda en það er allt farið núna.

Í baksýn sjáiði parísarhjólið og hringekjuna sem er nú staðsett í miðborginni. Arnþór vildið ekki láta taka mynd af sér og er því í fílu hér.



Strákarnir að leik í leikvellinum í Meadows


Eitt húsasundið hér í nágrenninu. Við löbbum alltaf fram hjá því þegar við förum í matvörubúðina og í þetta skiptið ákvað ég að reka strákana inní það og taka myndir af þeim.


Svo er Arnþór búinn að vera rosa duglegur að mæta alltaf á fótboltaæfingar og hér er myndband frá einni slíkri frá síðustu helgi. Þar sést Arnþór sparka í boltan og falla með miklum þokka, rétt eins og ítalskir leikmenn eru svo þekktir fyrir.


Á meðan Arnþór er í fótbolta bíðum ég og Snæbjörn þolinmóð í klukkutíma, sama í hvaða veðri. Sem betur fer er alltaf gott veður í Edinborg.


Í lok annarinnar kom mamma til okkar og hjálpaði til á heimilinu. Það var vægast sagt mikil hjálp í því og ég bara veit ekki hvernig ég hefði farið að því að klára verkefnin ef hún hefði ekki komið. Hér sjást mamma og strákarnir í góðum gír.
Annars gekk bara rosa vel að skila öllum verkefnum í lok annar og ég er bara búin að fá góð og gagnleg komment frá öllum. Vonandi segja einkunnirnar það sama en ég veit ekkert hvenær þær koma.

Aðalverkefnið mitt í Design var að hanna hluta af skólalóð fyrir mjög fötluð börn. Skólinn er til í alvöru og vegna fjármagnsskorts, leitaði hann til Edinburgh College of Art til að fá einhvern til að hanna lóðina fyrir sig. Lóðinni var skipt í 8 hluta og hver hluti fékk ákveðið þema eins og t.d. sensory garden, playful garden, messi play o.fl. Ég ákvað að taka fyrir The kitchen garden og hér er teikning og módel af lokahönnun. Svo eftir áramót förum við í áfanga þar sem við útfærum hugmyndirnar og gerum þær raunhæfar til framkvæmda.

Svo skiluðum við inn þessu verkefni og módeli niðrí skólan sjálfan. Þar gátu foreldrar, starfsfólk og fólkið með peninginn fengið að líta á verkin og skrifað niður comment. Svo í lok dagsins vorum hönnuðurnir til staðar til að svara spurningum sem komu upp.

Þann sama dag, s.s. eftir skil og fyrir spurningar, fórum við í field trip og fórum m.a. til lítils bæjar hér í nágrenninu sem heitir Linlithgow. Jack familían fór einmitt þangað líka síðasta sumar og skoðaði m.a. Linlithgow palace. Hér eru nokkrar myndir þaðan.
Þessi undirgöng lokkuðu mig út af venjulegu leiðinni upp að höllinni og inn í yndislegan en fábrotinn hallargarð.
Hér sést brekka sem sæti hafa verið sniðin í en lítill pallur er fyrir neðan sem er eins og svið í leikhúsi.

Hér sést svo stígur sem leiðir upp að höllinni bak við hana.

Svo kíktu sum okkar inn í kirkjuna við hlið hallarinnar og þar var þessi rosa fallegi gluggi.

Eftir ferðina voru margir orðnir lúnir enda illa sofnir eftir erfiði næturinnar í verkefnafrágangi.

Eigiði svo góða aðventu og munið dagsetningu póstsins fyrir bréf til Evrópu en það er

Á MORGUN

14. des.

21 November 2007

Haustið er komið

Jæja loksins er komið alvöru haust hér. Orðið nokkuð kalt og í dag rigndi hundum og köttum eins og þeir segja í Kanada.
Allt gengur vel í skólanum hjá mér og strákunum líka. Ég þarf að kaupa handa okkur stígvél því það eru ár sem flæða nú um göturnar og sundlaugar útum allt.
Ég er farin að hlakka ótrúlega mikið til að koma heim um jólin en þangað til verður nóg að gera í skólanum. Mamma ætlar að koma og létta á heimilinu í lok annarinnar hjá mér sem verður mikil þörf á því það verður örugglega allt CRAAAAZY ... og þegar önnin er búin kemur Hrafnhildur til okkar og við ætlum að eiga góðar stundir í aðventunni, versla jólagjafir, fara á kaffihús og dunda okkur í rólegheitum. ohhhh ég hlakka svo til.
Ég hef eiginlega bara rosa margt til að hlakka til.
  • Stressins í skólalok - 2 stór hönnunarverkefni og stórt plöntupróf
  • Mamma kemur
  • Hrafnhildur kemur
og svo....
  • ég fer til Íslands og jólin koma!!!!
Allt saman frábært
Gleðilegt haust og ég óska ykkur öllum tilhlökkunar því það er skemmtileg tilfinning.

07 November 2007

Halloween og tennurnar

Hér eru strákarnir í grímubúningunum sínum á Halloween, þann 31. okt. Arnþór var egypsk múmía og Snæbjörn var maðurinn með ljáinn. Ég vafði Arnþór allan í klósettpappír og þetta var frekar vindasamur morgun þannig að pappírinn var nærri allur fokinn af þegar strákarnir komu í skólan. En það var allt í lagi því Arnþór var í Beinagrindanáttfötunum sínum innan undir klósettpappírinn og var því beinagrindamúmía.
Snæbjörn var svo að missa sína níundu tönn og Arnþór er með sína fyrstu lausu tönn... þannig að það er allt að gerast.
Það er búið að vera allt á fullu hjá mér í skólanum og verkefnin hrannast upp..... en svo er allt búið eftir mánuð .... úúúú hlakka til að koma heim á klakan. Pant fá hvít jól.

Já og takk fyrir allar afmæliskveðjurnar elsku vinir mínir nær og fjær. Kossar og knús til ykkar allra.

23 October 2007

Þegar kettirnir eru í burtu .....

hæ hæ
Nú eru strákarnir báðir komnir frá pöbbum sínum og allt að komast í orden aftur. En á meðan kettirnir voru í burtu fór litla músin Heiða á stjá og skemmti sér mjög vel . Ég hitti Siggu og við fórum í heimsókn til Örvars og Þóru og fengum okkur nokkur vínglös og spjölluðum heilmikið. Kvöldið eftir fór ég á pöbbarölt (pubcrawl) með Siggu og Skandinavíufélaginu í Edinborgarháskóla. Þar hitti ég allra þjóða kvikindi og m.a. grikkja sem talaði reiprennandi sænsku sem var mjög fyndið.
Þriðja kvöldið bauð ég svo bekknum heim og það var rosa stuð hjá okkur. Eftir partýið fórum við í grískt partý hjá Gríska félaginu í Edinborgarháskóla. Þar hlustuðum við á gríska tónlist og dönsuðum gríska dansa með grikkjunum í bekknum mínum, en þeir eru 3 núna og 2 bætast við eftir áramót en ég bauð líka þeim sem eru ekki byrjaðir. Hér fylgja nokkrar myndir af bekkjarfélögunum, núverandi og væntanlegum.

George (Grikkland), Sofie(Frakkland, en ekki með mér í bekk), Giovani(Ítalía) og Antonios(Grikkland)
Ruixue og Yi frá Kína
Sandra(Spánn), Vasiliki (Grikkland), Ég, Stephanie(USA), Maria(Grikkland)



Jessica (Kanada)
Daniela(Portugal)
Nokkra vantaði í partýið en það voru Evan og Jennifer(frá Skotlandi), Will (England), Mary(Grikkland) og Neil(Írland).
Svo skilaði ég verkefni í dag og kynnti það og ég held að það hafi bara gengið ágætlega.
Það var eiginlega svoldið skrítið að í gær var ég búin með verkefnið á miðnætti, en ég er svo vön að vera að vinna frameftir í verkefni nóttina fyrir skil, þannig að ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Svo ég fór að vafra á netinu og kom niður á heimasíðu sem ég held að Will bekkjarfélaginn minn heldur út. Hann heitir allavega Will Cookson og röddin er alveg eins og í honum, þótt ég hafi ekki séð neina mynd af honum á síðunni hans á myspace og á eftir að spurja hann. Tjekkið á þessu alger snilld.
Bæ í bili