13 December 2007

Jæja loksins loksins er ég búin í skólanum þessa önn og get farið að einbeyta mér að því að blogga og blogga alla daga. Ég segi það nú ekki en ég skal reyna að vera duglegri :) .

Og hér kemur gossan.....

Hrafnhildur er hér hjá okkur, öllum til mikillar ánægju. Við ætlum að njóta aðventunnar en það er yndislegur tími í þessari borg .... mæli með því við alla. Nú er það bara christmas shopping and coco drinking og saltkringluát á krúttilega þýska jólamarkaðinum. Kannski maður skelli sér á skauta líka ... allt þetta og margt fleira á Edinborgaraðventunni!!

Svo er allt brjálað að gera hjá strákunum í aðventunni. Jólapartí hjá afterschoolinu hjá Snæbirni á morgun og hjá Arnþóri á miðvikudag. Jólapartý hjá 2. bekk í skólanum 18. des og almenn jólaskemmtun hjá skólanum líka 18. des. Arnþór er að fara í leikhús á morgun með bekknum og í gærkvöld voru jólatónleikar fyrir fjölskyldur barna í 2. bekk og hér fylgir lítið myndband frá því.

Arnþór er vinstra megin við miðjuna í næst aftustu röð
Veðurfréttir: Veðrið hér er búið að vera rosa gott og alltaf nokkur hiti. Það komu nokkrir rigningadagar um daginn og einn daginn var slidda en það er allt farið núna.

Í baksýn sjáiði parísarhjólið og hringekjuna sem er nú staðsett í miðborginni. Arnþór vildið ekki láta taka mynd af sér og er því í fílu hér.Strákarnir að leik í leikvellinum í Meadows


Eitt húsasundið hér í nágrenninu. Við löbbum alltaf fram hjá því þegar við förum í matvörubúðina og í þetta skiptið ákvað ég að reka strákana inní það og taka myndir af þeim.


Svo er Arnþór búinn að vera rosa duglegur að mæta alltaf á fótboltaæfingar og hér er myndband frá einni slíkri frá síðustu helgi. Þar sést Arnþór sparka í boltan og falla með miklum þokka, rétt eins og ítalskir leikmenn eru svo þekktir fyrir.


Á meðan Arnþór er í fótbolta bíðum ég og Snæbjörn þolinmóð í klukkutíma, sama í hvaða veðri. Sem betur fer er alltaf gott veður í Edinborg.


Í lok annarinnar kom mamma til okkar og hjálpaði til á heimilinu. Það var vægast sagt mikil hjálp í því og ég bara veit ekki hvernig ég hefði farið að því að klára verkefnin ef hún hefði ekki komið. Hér sjást mamma og strákarnir í góðum gír.
Annars gekk bara rosa vel að skila öllum verkefnum í lok annar og ég er bara búin að fá góð og gagnleg komment frá öllum. Vonandi segja einkunnirnar það sama en ég veit ekkert hvenær þær koma.

Aðalverkefnið mitt í Design var að hanna hluta af skólalóð fyrir mjög fötluð börn. Skólinn er til í alvöru og vegna fjármagnsskorts, leitaði hann til Edinburgh College of Art til að fá einhvern til að hanna lóðina fyrir sig. Lóðinni var skipt í 8 hluta og hver hluti fékk ákveðið þema eins og t.d. sensory garden, playful garden, messi play o.fl. Ég ákvað að taka fyrir The kitchen garden og hér er teikning og módel af lokahönnun. Svo eftir áramót förum við í áfanga þar sem við útfærum hugmyndirnar og gerum þær raunhæfar til framkvæmda.

Svo skiluðum við inn þessu verkefni og módeli niðrí skólan sjálfan. Þar gátu foreldrar, starfsfólk og fólkið með peninginn fengið að líta á verkin og skrifað niður comment. Svo í lok dagsins vorum hönnuðurnir til staðar til að svara spurningum sem komu upp.

Þann sama dag, s.s. eftir skil og fyrir spurningar, fórum við í field trip og fórum m.a. til lítils bæjar hér í nágrenninu sem heitir Linlithgow. Jack familían fór einmitt þangað líka síðasta sumar og skoðaði m.a. Linlithgow palace. Hér eru nokkrar myndir þaðan.
Þessi undirgöng lokkuðu mig út af venjulegu leiðinni upp að höllinni og inn í yndislegan en fábrotinn hallargarð.
Hér sést brekka sem sæti hafa verið sniðin í en lítill pallur er fyrir neðan sem er eins og svið í leikhúsi.

Hér sést svo stígur sem leiðir upp að höllinni bak við hana.

Svo kíktu sum okkar inn í kirkjuna við hlið hallarinnar og þar var þessi rosa fallegi gluggi.

Eftir ferðina voru margir orðnir lúnir enda illa sofnir eftir erfiði næturinnar í verkefnafrágangi.

Eigiði svo góða aðventu og munið dagsetningu póstsins fyrir bréf til Evrópu en það er

Á MORGUN

14. des.

1 comment:

Anonymous said...

Vei vei vei, rosa gaman að fá blog frá þér. En hvað það gengur allt vel hjá ykkur og skemmtilegt að fá vídeóklippur.

Heyrumst á klakanum.
Jólakveðja til strákana