29 April 2008

AFSAKIÐ (það var) HLÉ

Hæ Hæ Hæ

komið öll sæl og blessuð en og aftur og nú er ég sko búin að taka langt frí frá bloggheimum.

En ég er mætt aftur fílefld og til í slaginn.... maður er nú alltaf að berjast við þessa breta, hví ekki að berjast við bloggið líka.

Núna er sem sagt þriðja og síðasta önn vetrarins byrjuð og ég er núna að vinna að mjög skemmtilegu hönnunar verkefni þar sem við eigum að hanna stóran almenningsgarð hér í borg. Hann er það stór að í verkefninu er ætlast til að við setjum inn á hann 3 fótboltavelli, 1 hokkívöll og 1 rugbyvöll og 8 tennisvelli og hafa svo afgangssvæði fyrir letingjana.

Nú er ég bara að vinna að því að kanna og greina (survey and analysis) svæðið og ég á að kynna það á föstudaginn ásamt einhverjum hönnunar tillögum/hugmyndum.

Svo förum við í skólaferðalag á sunnudaginn og verðum til föstudags. Mamma ætlar að koma og passa strákana og ásamt henni kemur Þóra Loftsdóttir, húnvetningur með meiru.

Svo eftir skólaferðina mína get ég eytt einni helgi með þeim stöllum og ætlum við hersinginn að skreppa til Michael frænda og Hildu á laugardeginum og kíkja á einn bóndabæ í nágrenni þeirra.

En í sambandi við skólaferðalagið mitt, þá erum við að fara bekkurinn ásamt öllum á fyrsta ári í BS. náminu alla leið niður til Oxford og stoppum eina nótt á leiðinni í York og skoðum okkur um þar. Svo komum við við einhverstaðar á leiðinni heim og ég er ekki alveg með þetta á hreinu allt en ég skal segja ykkur allt um það þegar ég kem til baka úr þessari óvissuferð minni. Ég er allavega farin að hlakka mikið til að fara og það verður pottþétt svaka stuð!!! :D

Í janúar flutti Hrafnhildur til mín en hún flutti aftur til baka rúmlega mánuði síðar. Þetta gekk ekki alveg eins og við höfðum planað og má þar um að kenna vinnuálagi og ýmsu fleiru kannski sem óþarfi er að tvínóna um .... en allavega þá komu Hrafnhildur, Auður og Ýr vinkonur til mín um páskana og við skemmtum okkur konunglega. Drukkum kokteila og fleiri kokteila og áttum yndislega langa helgi. Hrafnhildur varð svo eftir hjá mér í viku í viðbót og það var gott og gaman. Ég er alveg búin að sjá það að svona húsmæðrafrí þarf að eiga sér stað miklu oftar því hvað er svo glatt sem góðra vina fundur? ha? ha?

Í páskafríinu fór ég og Stephany bekkjarsystir og heimsótti aðra bekkjarsystur mína hana Söndru en hún býr í klukkutíma lestarferð frá Edinborg í bæ sem heitir Cubar. Hann er rétt hjá St. Andrews, þar sem golfið á upprunna sinn og við kíktum þangað og löbbuðum um. Mæli alveg með því að heimsækja þann bæ.

Strákunum gengur nú vel í skólanum og allt er komið í sitt horf eftir páskafríið. Þeir fara í afterschool eftir skóla og ég sæki þá þangað um kl 5 á daginn. Þá förum við heim og slöppum aðeins af og ég elda svo mat á meðan þeir horfa á barnatíma. Svo borðum við og svo vöskum ég og Arnþór upp á meðan Snæbjörn tekur til í stofunni. Svo er heimalærdómur og Arnþór er orðinn rosa duglegur að lesa ensku og Snæbjörn þarf ekki að læra mikið heima og oft fer bara eitt kvöld í viku í heimalærdóm hjá Snæbirni.

Strákunum báðum semur vel við skólafélaga sína en Arnþór er stundum að stríða strákunum í Snæbjörns bekk og þá stríða þeir honum stundum á móti. Eins og þegar einusinni spurðu strákarnir Snæbjörn hvernig maður segði pooface á íslensku og Snæbjörn sagði þeim að það væri kúkalabbi.... og þá fóru strákarnir að kalla Arnþór og marga fleiri kúkalabba. Arnþór var ekkert allt of ánægður með það en ég sagði honum bara að hlægja að þeim og segja "já ég er kúkalabbi" og þá hættu þeir öllu.

Svo eru þeir voða duglegir að koma með mömmu uppí skóla ef á þarf að halda í smá tíma um helgar. Þeir eru farnir að kynnast bekkjarfélögum mínum og finnst þeir bara nokkuð skemmtilegir. Allavega sagði Arnþór "Júhúúúu" þegar ég sagði að Daniella og Jessica ætluðu að koma í mat um daginn.

Það er búið að vera alveg geggjað verður hér síðustu daga. Mér skilst reyndar að vorið hér sé tveimur vikum seinna en það er venjulega..... á það ekki við á Íslandi líka?

En við allavega sleiktum sólina niðri í Medows síðasta sunnudag og fórum á leikvöllinn. Svo lentum við í úrhellis hitaskúr í gær á leiðinni heim úr afterschool og í dag var geggjuð sól og svo hitademba seinnipartinn.

Við strákarnir kíktum til Michael frænda um daginn og gistum eina nótt. Á sunnudeginum kíktum við í voða fínan garð sem er bara opinn einu sinni á ári og er það liður í fjáröflun kirkjunar þar í bæ. Við fórum líka niður í fjöru sem var mjög gaman og hittum líka Michael yngri og kærustuna hans, hana Kate.
Jæja ég held ég hafi ekkert fleira að segja í bili en læt hér fylgja nokkrar myndir af strákunum í vorfílíng.

Bæ í bili







1 comment:

Anonymous said...

Vá hvað Arnþór er orðin stór. Gaman að fá blogg frá þér. Góða skemmtun í ferðalaginu.

Kv. María Guðbjörg