28 September 2007

Haustið er komið og hláturinn með

Jæja
Í dag koma systur hans pabba, Ella, Anna, Jóa og Linda, í heimsókn og ætla að vera fram á sunnudag. Ég held að þetta sé aðallega verslunarferð hjá þeim en við ætlum líka að fara út að borða og hafa það næs. Hlakka mikið til.

Ég hitti bekkjarfélaga mína í fyrsta sinn í gær. Það var gaman en soldið stressandi. Við þurftum öll að kynna okkur og segja af hverju við værum í Edinburgh. Við erum 11 stelpur og 6 strákar ... allra þjóða kvikindi .... frá Kína, Grikklandi, USA, Kanada, Spáni, Ítalíu, Írlandi, ég frá Íslandi og bara 3 frá Skotlandi. Mátulega stór bekkur og ég held að það verði gaman að kynnast þessu fólki og ég hlakka til.

Ég bara hlakka til og hlakka til. Það er bara eins og það hafi aldrei verið skemmtilegra hjá mér. Sem minnir mig á það að ég verð að deila með ykkur reynslu minni sem ég átti um daginn ... eða réttara sagt fyrir nokkrum nóttum síðan. Mig var að dreyma eitthvað og einhver í draumnum sagði eitthvað fyndið og ég fór að skellihlægja og ég vaknaði við hláturinn í sjálfri mér og gat ekki hætt að hlægja og lá í hláturskasti milli svefns og vöku í örugglega eina mínútu eða meir. Ég var að reyna að hætta að hlægja svo ég mundi ekki vekja Arnþór en ég gat það ekki strax. Svo hætti ég að hlægja og sofnaði aftur.

Ég veit ekki hvort þetta hefur verið viðbrögð hjá líkamanum og/eða huganum að bregðast við hláturleysi hjá mér. Hver veit. Ég ætti að fara að horfa á einhverjar gamanmyndir.... eða Simpson seríuna sem Baldur og Kolbrún gáfu strákunum í kveðjugjöf um daginn. Eða kannski fannst mér brandarinn bara svo fyndinn að ég réð bara ekkert við mig. Endilega komið með ykkar tilgátur ... og það er óþarfi að segja að ég sé klikk því ég veit ég er það :)

Það er búið að vera nokkuð kalt hér undanfarna daga og í morgun var hellirigning. Hlynurinn sem ég horfi á út um hliðargluggan á skrifstofunni minni verður gulari með hverjum deginum .... en meeen hvað litirnir eru fallegir.

Síja

2 comments:

Anonymous said...

þetta hefur pottþétt verið vöntun á hlátri

Anonymous said...

Greinilegt að skólinn er byrjaður hjá þér. og bloggeríið í undanhaldi