07 November 2007

Halloween og tennurnar

Hér eru strákarnir í grímubúningunum sínum á Halloween, þann 31. okt. Arnþór var egypsk múmía og Snæbjörn var maðurinn með ljáinn. Ég vafði Arnþór allan í klósettpappír og þetta var frekar vindasamur morgun þannig að pappírinn var nærri allur fokinn af þegar strákarnir komu í skólan. En það var allt í lagi því Arnþór var í Beinagrindanáttfötunum sínum innan undir klósettpappírinn og var því beinagrindamúmía.
Snæbjörn var svo að missa sína níundu tönn og Arnþór er með sína fyrstu lausu tönn... þannig að það er allt að gerast.
Það er búið að vera allt á fullu hjá mér í skólanum og verkefnin hrannast upp..... en svo er allt búið eftir mánuð .... úúúú hlakka til að koma heim á klakan. Pant fá hvít jól.

Já og takk fyrir allar afmæliskveðjurnar elsku vinir mínir nær og fjær. Kossar og knús til ykkar allra.

1 comment:

Arnar Olafsson said...

Flottir búningar strákar!