21 November 2007

Haustið er komið

Jæja loksins er komið alvöru haust hér. Orðið nokkuð kalt og í dag rigndi hundum og köttum eins og þeir segja í Kanada.
Allt gengur vel í skólanum hjá mér og strákunum líka. Ég þarf að kaupa handa okkur stígvél því það eru ár sem flæða nú um göturnar og sundlaugar útum allt.
Ég er farin að hlakka ótrúlega mikið til að koma heim um jólin en þangað til verður nóg að gera í skólanum. Mamma ætlar að koma og létta á heimilinu í lok annarinnar hjá mér sem verður mikil þörf á því það verður örugglega allt CRAAAAZY ... og þegar önnin er búin kemur Hrafnhildur til okkar og við ætlum að eiga góðar stundir í aðventunni, versla jólagjafir, fara á kaffihús og dunda okkur í rólegheitum. ohhhh ég hlakka svo til.
Ég hef eiginlega bara rosa margt til að hlakka til.
  • Stressins í skólalok - 2 stór hönnunarverkefni og stórt plöntupróf
  • Mamma kemur
  • Hrafnhildur kemur
og svo....
  • ég fer til Íslands og jólin koma!!!!
Allt saman frábært
Gleðilegt haust og ég óska ykkur öllum tilhlökkunar því það er skemmtileg tilfinning.

4 comments:

Anonymous said...

Hæ Heiða mín, gaman að sjá hversu vel gengur hjá ykkur.
Þú verður að láta mig vita hvenær þú kemur heim, því núna verðum við að kíkja á kaffihús. Sumarið flaug alveg framhjá mér án heimsókna í laugarnar :).
Hafið það sem allra best
kv, Edda Svandís

Anonymous said...

Hæhæm ji mikið dáist ég af þér hvað þú varst dugleg að flytja bara út og fara í nám, átt sko hrós skilið fyrir það ;)

Er alltaf að kíkja á þig:)

Kveðja,
Hvanneyris Heiða

Arnar Olafsson said...

Það væri nú gaman að sjá nýja færslu:), svo ég tali nú ekki um myndir, af syni mínu t.d. Bestu kveðjur frá Kaupmannahöfn.

Helga said...

Hæ hæ, ég setti inn nýjar myndir á síðuna þína Snæbjörn minn. Endilega kíktu á og lestu líka gestabókina því þar eru skemmtileg skilaboð til þín :)

Kveðja, Helga