17 September 2008

Sorrí en ég nenni nú ekki alltaf að vera að blogga sko. Hef margt annað við tíman að gera, eins og að læra og leika mér.
Fór í 60 ára afmæli pabba um helgina og það var nú meira stuðið.
Ég og strákarnir flugum til landssins á fimmtudegi og brunuðum beint uppá Geitafell um leið. Þar voru þegar mamma, pabbi, Kolbrún Lís og vinnumenn frá Póllandi og Litháen. Við unnum eins og hestar fram á kvöld. Svo seinna bættist Baldur í hópinn með hljóðkerfi úr bænum og það var unnið meira.
Síðan skelltum við okkur bara í pottin og að sofa áhyggjulaus vitandi að á morgun hæfist stressið.
En svo var eiginlega ekkert stress. Það gekk allt eins og smurt og fleiri bættust við til að hjálpa við undirbúning. Ýr, Bragi, Hrafnhildur, Pétur, Gunni, Sigga Rut og kokkarnir tveir Simbi og Stína mættu öll eftir miðdag og eftir það var bara svaka stuð og skemmtilegt. Endaði með því að ég fékk mér einum of marga bjóra sem lýsti sér í miklum þorsta daginn eftir.
En allaveg gekk undirbúningurinn eins og í sögu og ekki nærrumþví eins mikið stress og ég bjóst við.
Kvöldið nálgaðist svo og gestirnir byrjuðu að mæta uppúr 6. Þá var fordrykkur, léttvín, bjór eða viskístaup og allir að spjalla saman inní tjaldi eða gróðurhúsi eða bara inní húsi eða í turninum og útum allt bara. Svo biðum við og biðum eftir rútunni sem átti að koma frá bænum kl 6:30 en mætti á endanum ekki fyrr en 8. Þá hófst fjörið. Skotið var úr fallbyssu og borðhald hófst.
Svo ræðuhöld og fleira. Ég stóð uppá svið og söng "Ó, pabbi minn" fyrir hann pabba minn og var mikið klappað. Ég var samt svoooo stressuð að röddin titraði alveg og brást nokkrum sinnum. En hva ... þetta var allavega einlægt sungið og allir voru svo ánægðir með mig. Sumir voru meira að segja svo snortnir að þeir fóru að tárast og sumir grétu. Kannski bara af kjánahrolli og vorkunn á mér eða hvað ... hvað veit maður.
En nú er ég búin að standa uppá sviði og syngja án undirspils fyrir 200 manns og ég er bara ánægð með það.
Svo voru fleiri ræður m.a. frá Vigdísi systur og Jóu frænku og Kidda Ragnars og svo var sungið úr Geitafells söngbókinni við undirleik harmoniku. Og en streymdi fólk að.
Svo kom eftirréttur og en streymdi fólk að.
Eftir það var dansgólf myndað og Blúsbandið Köttur byrjaði að spila. Þeir eru alltaf rosa góðir og fólk á öllum aldri dansaði eins og brjálað væri.
Á endanum held ég að á Geitafelli hafi verið a.m.k. 250 manns að skemmta sér.
Svo kl á slaginu 1 fór rútan og bílstjórinn var meira að segja svo að flýta sér að það voru nokkrir sem misstu af rútunni .... en því var reddað um hæl.
Þeir sem eftir voru skemmtu sér svo fram á rauða nótt. Sumir fóru í pottin aðrir dilluðu sér við músík, sumir kváðu á (aðallega þeir úr sveitinni) og sumir voru bara að spjalla.
Daginn eftir tókum við öll því bara rólega og lágum í leti mest allan daginn. Ekki það að það hefði verið einhver þynnka í gangi því það var fjarri því. Ég allavega var aðallega bara þreytt eftir svefnleysi næturinnar og því hvíldi ég mig bara.
Á mánudeginum tókum við svo til hendinni við frágang og ég veit að þegar ég fór frá Geitafelli var alveg hellingur eftir að taka til.
En vá hvað þetta var allt rosalega gaman. Ég er viss um að þessi veisla verður lengi í minnum haft. Ég fór með miklum söknuði frá Geitafelli og hlakka mikið til að koma þangað aftur sem verður örugglega ekki fyrr en næsta sumar býst ég við búúúhúúhúú. En þá verð ég komin til að vera á Íslandi og það er gott að vita.
Lifið heil og sæl og gerið það sem ykkur langar til án þess að skaða aðra.

1 comment:

Anonymous said...

Hi skvis... leidinlegt ad hafa misst af thessari svaka hatid... eru engar myndir til????
Vid erum med blogg a
www.123.is/nottingham. Erum enn ekki buin ad athuga hvad kostar ad heimsaekja thig... svo mikid ad gera en vid reddum thvi vonandi adur en thu ferd heim :-)
Kossar og knus hedan fra Nottingham... Berglind