13 October 2007

Já já ég veit .... lítið hefur gerst í bloggheimum hjá mér en því mun meira í alvöru heiminum mínum.
Systurnar komu og fóru og við áttum góðar stundir saman. Takk fyrir það.

Ég er byrjuð á fullu í skólanum og er nú þegar búin að skila inn tveimur verkefnum. Þau voru bæði nokkuð létt.
Í öðru þeirra áttum við að finna stað úr fortíðinni sem við könnumst vel við og búa til collage sem lýsti tilfinningum okkar til þessa staðar. Fyrir ykkur sem ekki vitið er collage svona tvívíð mynd sem er sett saman úr allskonar efnum með ýmsar áferðir til að ná fram tilfinningu fyrir stað eða hverju sem um ræðir í verkefni. Það er ekki bein mynd af því sem um ræðir þótt það megi móta fyrir einhverskonar sjónarhorni eða skýringu á hlutnum. Svo áttum við að kynna verkið fyrir bekknum. Ég held að það hafi verið erfiðasti hlutinn af verkefninu, því þótt ég viti alveg hvað ég á að segja og sé búin að skrifa niður á miða hvað og allt það, þá bara einhvernveginn dettur það út þegar ég ætla að fara að segja það. En kynningin gekk samt alveg ágætlega og ég held að ég hafi náð á endanum að sannfæra fólk.
Hér er mynd af mínu collage en ég valdi staðinn Sandvík á Geitafelli sem minn stað og reyndi að ná fram því að í fjarlægð sýnist hann hafa mjúkar línum og áferð en þegar þú kemur nær er í raun ótrúleg fjölbreytni í fjörunni og í grasinu líka og klettunum. Svo reyndi ég að sýna hvernig staðurinn og sértaklega klettarnir faðma mann að sér og veita manni ákv. öryggi. Og ekki má gleyma ferska loftinu og sjávarlyktinni en hana tjáði ég með því að setja salt í klettana og gefa þeim þá líka en frekari svona crispy áferð.
Hitt verkefnið fólst í að skoða hvernig hinir og þessir arkitektar nota grafík til að koma sínu til skila og ég og Jessica(ein frá Kanada) vorum saman í hóp og tókum fyrir Jan Gehl og bókina hans Public spaces public life.
Því miður náðum við ekki að kynna það verkefni í gær, því Jessica fór til Þýskalands og ég fattaði á fimmtudagskvöldi að Arnþór átti að fara til Íslands á föstudagsmorgun, en áður var ég búin að festa mig við það að hann ætti að fara á sunnudegi. Ég er sem sagt officially orðin prófessor :D

Hrafnhildur var hjá mér síðustu helgi og fram á fimmtudag. Við gerðum ýmislegt skemmtileg. M. a. borðuðum æðislegan mat á Ann Puri sem er indverskur og drukkum mikið vodka í sprite, hlógum og versluðum og spjölluðum um ýmislegt. Takk fyrir komuna elsku vinkona og vonandi verða heimsóknir þínar miklu fleiri.

Nú þegar Arnþór er ekki með okkur Snæbirni þá ætlum við að nota tækifærið og fara í Edinburgh dungeons sem Snabba hefur lengi langað að fara en ég hef ekki viljað fara með Arnþór. Ætli við höfum ekki svo bara kósí kvöld og slöppum af.
Svo fer Snæbjörn til pabba sins á miðvikudag, alveg eldsnemma, þannig að ég verð ein í kotinu fram á sunnudag en þá kemur Arnþór aftur og Snæbjörn svo á mánudag.
Ég er að spá í að fara á kvikmyndakvöld hjá Norræna félaginu í Edinborgarháskóla og bjóða svo bekkjarfélögum mínum heim á föstudagskvöldinu. Það verður örugglega nóg að gera í einlífinu enda verkefnin líka farin að hrannast upp, bæði heima fyrir og í skólanum.

Ég fór á foreldrafund um daginn og allir kennararnir töluðu um að strákunum gengi bara mjög vel. Arnþóri gengur alveg einstaklega vel að læra málið og gengur líka vel í stærðfræði, hann er farin að skrifa skrifstafi og alla tölustafina og svo er hann farinn að geta lesið stuttar settningar. Heimalærdómurinn hans fellst í því að lesa og gerum við það á hverju kvöldi nema fös og lau.
Snæbirni gengur líka vel en kennaranum og mér finnst að það megi aðeins fara að bæta á hann verkefnum. Hann er duglegur að taka þátt í umræðum í bekknum og er búin að eignast nokkra félaga.

Ég læt fylgja nokkrar myndir af strákunum þegar við kíktum í safnið rétt áður en skólinn minn byrjaði. Þetta var rosa skemmtilegur dagur og þeir skemmtu sér vel að skoða Egypska fornmuni, klónuðu kindina Dollý, alskonar skordýr, spendýr og fugla, sérstaklega var gaman að sjá eftirlíkingu af Doo doo fugli.




Arnþór var bara nokkuð hræddur við klukkuna sem fer af stað með mögnuðu orgelhljóði og það klingir og hringlar í henni og alskonar fígúrur sem maður mundi halda að ættu helst heima í undirheimum sverma um í henni. Þessi klukka var gerð af nokkrum listamönnum, að ég held um aldamótin síðustu.
Ef þið viljið vita hvernig hún hljómar þá er smá klippa hér



2 comments:

Anonymous said...

Fyndið vídeó. Mér finnst Snæbjörn farin að líkjast þér, tók bara eftir því á einni myndinni að hann nauðalíkur fjölskyldunni þinni. Allt gott að frétta hér. Bið að heilsa.

Anonymous said...

Hæ skvís..gaman að geta fylgst með ykkur og sjá hvað þið hafið það gott í útlandinu ;)
mér dauðlangar að koma og kíkja í heimsókn, það er aldrei að vita.
Stór knús, kveðja Ása Sigríður ;)